Að mála til að mála

Seinustu tvær vikur hafa einkennst af álagi og veikindum og þá er um að gera að setja ekki pressu á sig að fylgja eftir skipulagi minnisbókarinnar heldur bara mála ef manni langar til þess. Ég málaði þessa mynd með hjálp tveggja ára dóttur minnar. Ég ætlaði að mála fullkomna mynd með andlitsfalli konu en með aðstoð dóttur minnar sá ég að það er óþarfi að reyna að fullkomna hlutina heldur leyfa flæðinu og samverunni að ráða.

Seinna væri flott að nota þessa mynd í collage-gerð eða ljóðagerð.

Klippimyndir

Verkefni vikunnar var að klára klippimyndir sem hafa beðið á hakanum síðan í sumar. Mig langaði að æfa mig í Photoshop og keypti því námskeið á hjá Domestika sem heitir “Artistic Mixed-media Collages” og er kennarinn Petra Zehner. Ég mæli klárlega með þessu námskeiði ef þú ert í fastur/föst í sama farinu í listrænum skilningi.

Hér kemur klippimyndin sem ég bjó til.

Andlit

Þegar ég á erfitt með að koma mér í gang eftir frí finnst mér gott að gera verkefni sem að krefjast ekki mikillar hugsunar. Þetta er ákveðin upphitun fyrir listræna heilann í mér og þaggar líka mjög oft í efasemdarröddinni sem að segir mér að ég kunni sko ekkert að teikna/mála/skapa.

Ég ákvað að grípa í auðvelda æfingu sem ég hef gert áður og felst í því að mála klessur á blað og teikna svo andlit ofan í klessurnar. Klessurnar mega alls ekki auðvelda mér lífið og þurfa þess vegna að líta eins lítið út eins og hringir. Þannig koma líka skemmtilegustu andlitin. Stundum veita andlitin mér innblástur fyrir sögum eða

Hér kemur afraksturinn.