Seinustu tvær vikur hafa einkennst af álagi og veikindum og þá er um að gera að setja ekki pressu á sig að fylgja eftir skipulagi minnisbókarinnar heldur bara mála ef manni langar til þess. Ég málaði þessa mynd með hjálp tveggja ára dóttur minnar. Ég ætlaði að mála fullkomna mynd með andlitsfalli konu en með aðstoð dóttur minnar sá ég að það er óþarfi að reyna að fullkomna hlutina heldur leyfa flæðinu og samverunni að ráða.
Seinna væri flott að nota þessa mynd í collage-gerð eða ljóðagerð.




