Þegar ég á erfitt með að koma mér í gang eftir frí finnst mér gott að gera verkefni sem að krefjast ekki mikillar hugsunar. Þetta er ákveðin upphitun fyrir listræna heilann í mér og þaggar líka mjög oft í efasemdarröddinni sem að segir mér að ég kunni sko ekkert að teikna/mála/skapa.
Ég ákvað að grípa í auðvelda æfingu sem ég hef gert áður og felst í því að mála klessur á blað og teikna svo andlit ofan í klessurnar. Klessurnar mega alls ekki auðvelda mér lífið og þurfa þess vegna að líta eins lítið út eins og hringir. Þannig koma líka skemmtilegustu andlitin. Stundum veita andlitin mér innblástur fyrir sögum eða
Hér kemur afraksturinn.


